Gott Gúllas

Hérna kemur uppskrift af góðri Gúllas-súpu fyrir helgina. Góð ástæða þess að ég bý á Íslandi.

c_documents_and_settings_birgir_jarl_my_documents_my_pictures_lwf0004_copy 

kv. Geiri Gúllas

Innihald
1kg beinlaust nautakjöt, skorið í teninga (2-3cm)
50g smjör
3 laukar, smátt saxaðir
2 hvítlauksgeirar, smátt skornir
3msk paprikukrydd
salt
pipar
kúmen
4 afhýddir tómatar, skornir í báta
5dl kjötsoð
1 dós sýrður rjómi

Aðferð
Brúnið nautakjötið í smjörinu í potti. Takið til hliðar

Brúnið laukinn og hvítlaukinn saman. Bætið hinum innihaldsefnunum (nema sýrða rjómanum)í pottinn ásamt kjötinu og sjóðið þar til kjötið er orðið vel meyrt, eða í 1-2 klst.

Bætið sýrða rjómanum út í pottinn um 10 mínútum áður en rétturinn er tilbúinn.


mbl.is 6 ástæður til að flytja til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gúlli þú ert frábær. Búinn að bjarga helginni.

Jón Þór 6.3.2009 kl. 11:27

2 identicon

Gúllasið klikkar ekki!

Beggi bloggari 6.3.2009 kl. 15:49

3 identicon

Og hvernig bragðaðist svo Gúllas súpan?

Geiri 6.3.2009 kl. 20:13

4 Smámynd: TARA

Frábær uppskrift..

TARA, 7.3.2009 kl. 17:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband