11.12.2008 | 17:14
Hvað er í gangi með SÍ ?????
Hvað í ósköpunum er Seðlabanki Íslands að skipta sér af því hvort einhverjir misvelgefnir íþróttafréttamenn missi vinnuna? Er kallinn í brúnni farinn að skipta sér af öllu? Mega frjálsir og óháðir fjölmiðlar ekki segja upp fólki eins og aðrir í sparnaðarskyni á erfiðum tímum? Má fjársvelt opinbert hlutafélag í fjölmiðlarekstri ekki segja upp fólki í sparnaðarskyni? Ég er nú hræddur um það. Það væri bara óábyrgt af stjórnendum þessara fjölmiðla að hagræða ekki í sínum rekstri á þessum síðustu og verstu!
Kveðja, Læknirinn
Uppsagnir íþróttafréttamanna áhyggjuefni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nú vona ég innilega að þú sért að grínast.
SÍ er að sjálfsögðu Samtök íþróttafréttamanna eins og kemur meira að segja fram í fréttinni
Klókur maður 11.12.2008 kl. 17:22
Klókur maður ætti að sjá húmorinn í þessu...
Sigurjón, 11.12.2008 kl. 17:27
Ef þetta reynist rétt hjá þér Klóki þá er það verulegt áhyggjuefni að þessi samtök velji sér sömu skammstöfun og Seðlabanki Íslands. Þessi samtök verða aldrei tekin alvarlega.
Kveðja, Loftur læknir
Læknirinn 11.12.2008 kl. 17:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.