Þetta var brot og víti

Það er á hreinu maðurinn var rændur upplögðu marktækifæri og víti að sjálfsögðu dæmt!
mbl.is Babel og Toure ekki á sama máli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég horfði á leikinn með hlutlausum augum enda hvorki arsenal áhangandi né liverpool áhangandi og þetta var klárlega ekki víti. Liverpool hafði heppnina með sér og komst enn og aftur áfram á röngum dómi.. Hinir hörðustu liverpool menn sem voru staddir á sama bar og ég voru allir að tala um það að þetta hefði nú verið hálf óverðskuldaður sigur. En sigur er sigur en verst að liverpool virðist alltaf þurfa einhverja svonas vitleysu til að fleyta sér áfram...

Steinar 9.4.2008 kl. 08:38

2 Smámynd: Jói Bjarni

ehhmm á hvaða leik varst þú að horfa??? Ég er á því að þetta var engin vítaspyrna.. það sést vel að Toure gerir allt til að forðast að koma við Babel en kannski erfitt að sjá frá stöðu dómarans.. Svo er það óskrifuð regla að það á ekki að dæma vitaspyrnu á svona tíma í svona stórum leik nema að það sé alveg 110% víst að um vítaspyrnu sé að ræða..

Einnig er vert að bæta við að þetta var ekki "UPPLAGT" færi hjá Babel hefði hann haldið áfram þá beið hans William Gallas svo þetta færi hefði ekki farið neitt að minni skoðun. Svo ég held því framm að hann sá það sjálfur og hafi ákveðið að fiska vítaspyrnu þarna!!

En eitt er víst að ef þetta var brot og gult spjald þá veit ég ekki hvað brotið  á Fabregas í fyrri leknum síðasta Miðvikudag var!! þar hefði átt að dæmba vítaspyrnu og flagga rauðu miðað við "brotið" hjá Toure!

Jói Bjarni, 9.4.2008 kl. 08:43

3 identicon

Þarna var ekkert marktækifæri og ekkert víti... í mesta lagi gult fyrir leikaraskap... ekki einu sinni Ronaldo getur leikið svona vel

Sigurður Garðar 9.4.2008 kl. 08:53

4 identicon

Sammála þetta var víti!

En  þetta var líka víti í síðustu viku en var ekki dæmt.

En þetta er bara munutinn á heimsklassaliði og semi liði, heimsklassaliðið hefur heppnina en ekki hinir. 

Svanni Einarss. 9.4.2008 kl. 08:55

5 identicon

Þetta hefði átt að vera óbein aukaspyrna fyrir utan teig.

Grettir 9.4.2008 kl. 08:57

6 identicon

Drullaog drasl, þið segið ekkert með viti. Tjáið ykkur frekar í bónuspoka bindið fyrir hann og setjið inn í skáp.

Ingvar 9.4.2008 kl. 09:30

7 Smámynd: Jói Bjarni

Smá prentvilla hérna áður.. Að sjálfsögðu var brotið á Hleb í síðustu viku en ekki Fabregas!

Jói Bjarni, 9.4.2008 kl. 09:32

8 Smámynd: Dark Side

Það er klárt að Liverpool var ekki betra lið en Arsenal, bara heppnari með dómana. 

Dark Side, 9.4.2008 kl. 09:52

9 identicon

Já hvað sem þið segið þá hlítur Liverpool að vera betra þeir rúlluðu þeim upp 5-3 samanlagt.

Bjarni P 9.4.2008 kl. 09:57

10 identicon

Held hvorki með Liverpool né Arsenal og Liverpool hefði mátt tapa þessum leik mín vegna. En mér finnst þetta vera víti. Skoðaði þetta aftur nokkrum sinnum á DailyMotion og er enn á sama máli. Brotið byrjar að vísu utan teigs og það hefði verið hægt að dæma aukaspyrnu en það er áfram brotið á sóknarmanninum innan teigs og hann er rændur upplögðu marktækifæri. Þess vegna er þetta réttur dómur hjá dómaranum. Mér fannst reyndar Liverpool betra liðið í leiknum og skil ekki alveg mat Wenger á þessu sem sagði sína menn hafa sótt meira. Ég sá ekki betur á tölfræðinni eftir leikinn en að Liverpool hefði verið meira með boltann og á mun fleiri skot á mark andstæðinganna. Annars er mér nokkuð sama um þetta. Mínir menn eru því miður ekki í Meistaradeildinni.

Kári 9.4.2008 kl. 09:58

11 identicon

Þetta var klárt víti. Liverpool var sterkara liðið í heildina þrátt fyrir að Arsenal hafi verið töluvert betra fyrstu 25 mínúturnar. Sorglegt að sjá að menn séu enn að grenja yfir því að þeir hefðu átt að fá vítaspyrnu í fyrri leiknum sem var klárlega aldrei víti.

Kveðja, Grímur

Grímur Björnsson 9.4.2008 kl. 09:58

12 identicon

Hlutlaus maður hér á ferð þar sem ég held með hvorugu liði og var í raun alveg sama hvort liðið færi áfram. Mín skoðun er sú að þetta hafi aldrei verið víti. Fabregas togar í hann fyrir utan teig svo ef hann er að dæma á það á að dæma aukaspyrnu. Toure snertir manninn aldrei, og ef dómarinn er að dæma víti því Pennant var rændur upplögðu marktækifæri afhverju flaggaði hann þá ekki rauðu spjaldi?  En til hamingju Liverpool menn verður fróðlegt að fylgjast með framgangi ykkar manna í þessari keppni.

Gunni 9.4.2008 kl. 10:24

13 identicon

Þetta var brot, en það var fyrir utan teig þar sem Fabregas togaði í Babel. Babel fellur svo inn í teignum við litla sem enga snertingu frá Toure. Aukaspyrna hefði þetta átt að vera.  Tek það fram að ég er hlutlaus og held með hvorugu liðinu, hefði helst viljað sjá þau bæði detta út....

En maður getur skilið gremju Arsenal manna ef maður setur sig í þeirra spor. Tvo mjög umdeild atvik í báðum þessum leikjum og þau falla bæði til andstæðinganna. En svona er þetta stundum. 

Jón H. 9.4.2008 kl. 11:26

14 identicon

Bíddu nú aðeins við Jói Bjarni. Ertu að segja að sökum þess að annar dómari dæmdi hugsanlega rangt í fyrri leik liðanna þá hefði þessi dómari átt að gera það líka?! Ertu ekki vel góður?

Jói 9.4.2008 kl. 14:11

15 identicon

Það sem skildi liðinn að í þessum tvemur viðureignum eru einfaldlega dómararnir. Ekki nokkur maður getur mótmælt því nema vera með minnst tvo alvarlega augnsjúkdóma.

Hleb fær ekki víti sem átti að vera víti og rautt spald á Kuyi í fyrii leiknum. (Kuyt er aftasti varnarmaður í því tilviki)

Babel fær víti sem átti að vera aukaspyrna fyrir utan teig. Að gefa Toure gullt spjalld fyrir að reyna að hoppa frá leikmanni er brandari. Sérstaklega í ljósi þess að Gallas var næsti varnarmaður sem Babel þurfti að mæta. (stenst ekki knattspyrnulög að spjalda við slíkar aðstæður)

Það sorglegasta er samt að ef BÆÐI eða HVORUGT vítið hefðu fengið að standa þá væri Arsenal áfram að öllum líkindum í báðum tilvikum.

Við erum að tala um tveggja marka sveiflu sem er einfaldlega of mikið í svona keppni.

Síðasta markið hjá Liverpool var náttúrulega bara handboltamark í hraðaupphlaupsformi. Það var enginn eftir í vörninni.

Dómaramistök summa nokkurveginn upp þetta einvígi. Ég vill endilega fá myndbandatækni til að bæta úr þessum aragrúa mistaka dómara í fótboltanum. Knattspyrnann er einfaldlega orðinn mun hraðari en hún var og það er nánast orðið ómögulegt fyrir dómara að sjá allt rétt í dag. Ekki minna en síðustu 7 af 9 leikjum Arsenal hafa falllið úr höndum þeirra við dómaramistök. (ekki væl heldur staðreindir sem hægt er að sína á videó) Rangstöður, Vítaspyrnudómar eru hlutir sem eiga víst að jafnast út á liðinn með tíð og tíma.

Arsenal menn bíða ennþá eftir þeirri jöfnun.

Davíð Hansen. 9.4.2008 kl. 14:52

16 Smámynd: Jón Magnús

Ég er nú búinn að horfa á þetta nokkrum sinnum og þar af frá sjónarhorni sem sýnir þetta mjög vel en bara einu sinni sýnt í útsendingunni og þar sést greinilega að Fabregas krækir í höndina á Babel og kemur honum úr jafnvægi og Babel er kominn inn í teig (mér finnst það allavega og ég viðkenni það alveg að það er tæpt).

Toure kemur síðan og hjálpar honum niður með smá snertingum sem nægja að taka mann sem er kominn úr jafnvæði niður.  Klár vítaspyrna.  Þetta hefði verið brot út á velli og hvað þá inn í teig.

Það merkilega við þennan sigur Liverpool er hvað Arsenal aðdáendur og Wenger og flestir leikmenn Arsenal eru ógeðslega tapsárir - maður hefur ekki upplifað annað eins síðustu ár.  Liverpool hefur nú alveg tekið út sinn skammt af dómaramisstökum en ég get bara ekki sagt að Rafa eða leikmennirnir hafi farið að gráta eftir svoleiðis leiki eins og Wenger er sekur um að gera.  Maðurinn þarf nú að fara læra að tapa eða allavega halda því inni meðan hann er að tala við fjölmiðla.

Jón Magnús, 9.4.2008 kl. 15:27

17 Smámynd: Jói Bjarni

Ég er mjög góður Jói minn!! Ég er auðvitað ekki að segja að menn eiga að dæma eftir fyrri leikjum.. En það sem ég er að reyna að segja og segi enn er að þetta var ENGINN vítaspyrna þarna í leiknum í gær.. og var ég bara að bera þetta brot saman við brotið á Hleb í síðustu viku þar sem það var KLÁRLEGA vítaspyrna...

 En ég verð nú að segja að ég er svo óheppin að eiga marga vini sem halda með Liverpool og þegar við ræddum þetta í hádeginu í dag þá voru þeir allir sammála mér í því að þarna hefði ekki átt að dæma víti heldur aukaspyrnu á Fabregas!!!!

En ég verð nú að segja að þó ég sé harður Arsenal maður þá vantaði aga og þroska í mitt lið þarna í gær.. Og á næsta tímabili þá sé ég fyrir mér mína menn lyfta tveimur baukum!!

Og vill ég óska Liverpool mönnum góðs gengis og vonandi að þeir taki þennan titil.. Þar sem ég vill ekki að hann fari til Man.unt. eða Chealse!!

kv. Jói Bjarni 

Jói Bjarni, 9.4.2008 kl. 19:13

18 identicon

víti og ekki víti, þetta var klárlega rangstaða á Adebayor í seinna markinu.  

En hvað sem því líður er ég bara hlutlaus, en miklu betra liðið vann.

siggi valli 9.4.2008 kl. 20:33

19 identicon

Þar sem ég er alveg hlutlaus, þá finnst mér flestir af þessum hlutlausu vera alls ekki hlutlausir

Þetta var víti í báðum tilfellunum og Liverpool var betri aðillinn í seinni leiknum og átti sigurinn skilið.

Jón Ingi 10.4.2008 kl. 17:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband