Arse Wenger man ekki neitt

Líklega man Wenger heldur ekki eftir grátinum í sjálfum sér eftir að Eduardo Silva meiddist alvarlega gegn Birmingham eftir "óheppilegt" brot Martin Taylor í byrjun leiks. Nú þegar einn af hans mönnum brýtur af sér á nákvæmlega sama hátt með þó ekki jafn slæmum afleiðingum þá heyrist ekki orð um þann atburð. Það virðist ekki vera sama hvort um ræðir, John eða séra John.


mbl.is Wenger: Man ekki eftir betri endurkomu hjá okkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Signý

Afhverju ætti hann svosem eitthvað að ræða það frekar? Maðurinn fékk rautt spjald, ekki er Arse að kvarta yfir því allavega, og þögn er líklega sama og samþyki... enda held ég að allir hafi verið sammala um þetta spjald...

Signý, 29.3.2008 kl. 23:07

2 identicon

Ekkert á þetta! nee segi svona. Púra rautt...en eina sem er hægt að setja út á þessa tæklingu er að hann er sekúndubroti of seinn og fer með sólann út...en miðar samt á boltann. Taylor fór með sólann nánast upp í hné á Eduardo. Skoðaðu myndir af báðum tæklingunum. Þetta er ekki jafnt gróft hjá Diaby. En sólinn á undan á alltaf að vera rautt! alltof hættulegt.

Gooner 29.3.2008 kl. 23:14

3 identicon

"Ég man ekki eftir betri endurkomu hjá okkur, en ég vill bara benda á að þetta var augljóslega sama brot hjá Daiby og hjá Martin Taylor...." þú ert svo heimskur. Hættu að blogga.

Gummi 29.3.2008 kl. 23:32

4 Smámynd: Heimir og Halldór Jónssynir

Wenger er bjáni að láta þetta útúr sér,þetta er nákvæmlega eins tækling og á Eduardo Silva,Grétar reynir bara að hoppa upp úr henni en Silva gerði það ekki.

Ég hafði smá álit á Wenger en hef það ekki lengur,hann glotti bara þegar Grétar lá í grasinu eftir að hans maður fékk réttilega rauða spjaldið.

Heimir og Halldór Jónssynir, 30.3.2008 kl. 00:00

5 identicon

Hvíti riddari .. þú getur bara sjálfur verið " arse"

Svart riddarinn 30.3.2008 kl. 01:37

6 identicon

Vá hvað Nallar eru blindir... þetta er nákvæmlega sama staða í gangi nema hvað Grétar hefur eflaust drukkið sína mjólk í gegnum tíðina og með sterkari bein!  Diaby ætti að fá sömu refsingu og Taylor!

Bullie 30.3.2008 kl. 02:34

7 Smámynd: Eysteinn Þór Kristinsson

Skammist ykkar. Umræðan um fótbrot Eduardo hér í þessu bloggi er fyrir neðan allar hellur. Hann var heppinn að halda fætinum eftir "leggtæklingu" Taylors. Diaby fór heimskulega í sína tæklingu og fékk verðakuldað rautt spjald. Það glotti enginn yfir tæklingunni. Þið ættuð að skammast ykkar fyrir lágkúrulega umræðu!!

Eysteinn Þór Kristinsson, 30.3.2008 kl. 09:19

8 identicon

Hver er munurinn? Greinilegt að minni Eysteins er ekki mikið meira en hjá Wenger. Svona kallar ættu að skammast sín fyrir að tjá sig um hluti sem þeir hafa ekki hundsvit á.

(mynd tekin af visir.is)

Sámur 30.3.2008 kl. 10:39

9 identicon

Mikil speki hjá Bullie að segja að Diaby EIGI að fá sömu refsingu og Taylor.  Ef ég man rétt fékk hann lámarksrefsingu, 3 leiki og það er einmitt lámarksrefsing Diaby.  Tæklingin var ljót og á mjög óheppilegum tíma fyrir okkur arsenalmenn, rétt eftir að við erum búnir að væla í margar vikur út af svipuðu broti.  Ég held að dagar Diaby hjá Arsenal verði bráðum taldir.  Rosiscky kemur bráðum aftur og svo fer Denilson að geta farið að spila  meira með byrjunarliðinu.

Jón Jónsson 30.3.2008 kl. 11:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband