22.5.2009 | 22:11
Evran, bezt í heimi!
Það skiptir ekki máli hvernig við horfum á málið, það er bara einn gjaldmiðill sem er "inn" í dag, það er EVRAN!
Kv. JÆK
Kv. JÆK
Dollarinn veikist gagnvart evru | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Spurt er
Á Ástþór Magnússon að bjóða sig fram sem forseta 2012?
Alls ekki 12.0%
Niiiii 13.9%
Hví ekki? 17.5%
Nei 3.1%
uuuu..... JÁ 18.9%
en ekki hvað? 17.2%
Hann fær mitt atkvæði 17.4%
10050 hafa svarað
á netinu
Bloggvinir
- hannesgi
- ktomm
- audureva
- asdisran
- godnew
- ingabesta
- valdis-82
- helgadora
- bergruniris
- solrunedda
- elinarnar
- hallarut
- bryn-dis
- gudnym
- bergrun
- andreaolafs
- agustolafur
- annalilja
- dyrley
- arnith
- gudrunj
- bjarnihardar
- bryndisisfold
- ea
- eirikurbergmann
- ekg
- estro
- evathor
- gudjonbergmann
- gullihelga
- gummisteingrims
- heidathord
- helengardars
- hjortur
- hlinnet
- jarnskvisan
- klarag
- maggaelin
- sigurdurkari
- maggi270
- mosi
- ottarfelix
- palmig
- raudsokkan
- skak
- snorris
- stormsker
- thorbjorghelga
- vertu
- eurovision
- morgunbladid
- dvergur
- eddabjo
- eythora
- gretarorvars
- reynzi
- almaogfreyja
- polly
- vestskafttenor
- gnesa
- aloevera
- asgeirpall
- gattin
- bryndisharalds
- brandarar
- icewoman
- fridrikomar
- saltogpipar
- vglilja
- jakobk
- jullibrjans
- omarragnarsson
- einherji
- tara
- vefritid
- thrudur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Verst bara að Evrópa er ekki alveg sammála, það er mjög slæmt fyrir ESB að hafa svona sterka evru gagnvart dollar, dregur mjög úr samkeppnishæfni evrulandanna þar sem útflutningur er mun dýrari en ella. Evrópski seðlabankinn hefur mjög miklar áhyggjur af þessu og eru eftir því sem ég best veit að leita leiða við að styrkja gengi dollars á móti evru
Davíð Jóhannsson 22.5.2009 kl. 22:19
Þetta er bara ekki rétt Davíð. Efnahagssvæði Evrunnar hefur bara ráðið betur við þessar hamfarir sem riðið hafa yfir heimsbyggðina. Vissulega hefur þetta ákveðna neikvæða þýðingu fyrir Evru-löndin en jákvæðu afleiðingarnar eru svo miklu, miklu sterkari. Þú værir kjáni ef þú sæir þær ekki, og jafnvel meiri fyrir að þræta fyrir þær.
S&M
Sigtryggur Marteinsson 22.5.2009 kl. 22:32
Gengi eins gjaldmiðils gagnvart öðrum er mjög afstætt fyrirbæri, það er auðvelt að virðast sterkur þegar aðrir eru að veikjast. Ef við skoðum t.d. hrávöru sem er gjarnan álitin vera "hinn endanlegi mælikvarði" á verðmæti, þá hafa allir gjaldmiðlar farið sígandi gagnvart heimsmarkaðsverði á gulli undanfarið. Þessi frétt er fyrst og fremst staðfesting á því sem hefur verið haldið fram um nokkurt skeið, að hrun dollarans sé yfirvofandi og hugsanlega er þetta merki um upphafið endalokunum í því hagkerfi, sem teygir sig reyndar út um allan heim vegna þess hve dollarin er mikið notaður í milliríkjaviðskiptum.
Reyndar er óskiljanlegt afhverju lönd sem ekki nota dollar innan sinna eigin hagkerfa eru að eiga viðskipti sín á milli í þeim gjaldmiðli frekar en einhverju öðru t.d. svissneskum frönkum eða bara eplum, þetta eru allt saman bara huglægir og þar með afstæðir mælikvarðar á verðmæti sem væri allt eins hægt að ná fram í einföldum vöruskiptum. "Tvö brauð fyrir einn fisk" er líka afstæður efnahagslegur mælikvarði, bara miklu nátengdari raunhagkerfinu. Líklega er þetta frekar spurning um pólitík og hernaðarlega yfirburði sem hafa skapað þetta umhverfi, sem er svo aftur grundvöllurinn fyrir efnahagslegum yfirburðum Bandaríkjanna. Þau hafa hingað til einfaldlega verið útgefendur eftirsóttra pappírsmiða, ekki ósvipað og túlípanakaupmennirnir í Hollandi á 17. öld en þeir bjuggu til eina fyrstu vel þekktu efnahagsbóluna sem sprakk auðvitað eins og þær hafa allar gert síðan.
Burtséð frá falli dollarans og samdrætti í efnahagslífinu vestan hafs þá hefur líka orðið mikill samdráttur á Evrusvæðinu, en samt virðist tiltrú manna á Evrunni vera ívið meiri en á öðrum stórum gjaldmiðlum um þessar mundir. Kannski vegna þess að Evrusvæðið er ekki eins gríðarlega skuldsett gagnvart utanaðkomandi lánadrottnum á borð við Kína, sem gæti auðveldlega sett Bandaríkin á hausinn ef þeir myndu innleysa allar eignir sínar í dollurum fyrir einhvern annan gjaldmiðil. Litlu gjaldmiðlarnir eins og krónan er flestir löngu komnir í steik af sömu ástæðu, einfaldlega vegna þess að það þarf ekki eins stór viðskipti til að fella þá með spákaupmennsku í loftbóluhagnaði sem er að mestu leyti óháður raunhagkerfinu í viðkomandi ríkjum.
Guðmundur Ásgeirsson, 22.5.2009 kl. 23:25
Ertu að grínast með þessa ritgerð Guðmundur?
Svanni 22.5.2009 kl. 23:55
LOL Evran var búinn til afþví allir í Evrópu vildu hafa veikasta gjaldmiðilinn. Fyndið hvað sumt fólk fattar þetta ekki.
Hjalti Sigurðarson, 23.5.2009 kl. 00:59
Nei, ég er ekki að grínast, þetta er mjög alvarlegt mál!
Guðmundur Ásgeirsson, 24.5.2009 kl. 02:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.