25.4.2009 | 09:09
Heimilin vs. fyrirtækin
Hvort eru það fyrirtækin í landinu sem halda lífi í heimilinum eða heimilin í landinu sem halda lífi í fyrirtækjunum? Á hvorum endanum á að hefja björgunaraðgerðir? Báðum?
Afskrifa 75% fyrirtækjalána | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Spurt er
Á Ástþór Magnússon að bjóða sig fram sem forseta 2012?
Alls ekki 12.0%
Niiiii 13.9%
Hví ekki? 17.5%
Nei 3.1%
uuuu..... JÁ 18.9%
en ekki hvað? 17.2%
Hann fær mitt atkvæði 17.4%
10050 hafa svarað
á netinu
Bloggvinir
- hannesgi
- ktomm
- audureva
- asdisran
- godnew
- ingabesta
- valdis-82
- helgadora
- bergruniris
- solrunedda
- elinarnar
- hallarut
- bryn-dis
- gudnym
- bergrun
- andreaolafs
- agustolafur
- annalilja
- dyrley
- arnith
- gudrunj
- bjarnihardar
- bryndisisfold
- ea
- eirikurbergmann
- ekg
- estro
- evathor
- gudjonbergmann
- gullihelga
- gummisteingrims
- heidathord
- helengardars
- hjortur
- hlinnet
- jarnskvisan
- klarag
- maggaelin
- sigurdurkari
- maggi270
- mosi
- ottarfelix
- palmig
- raudsokkan
- skak
- snorris
- stormsker
- thorbjorghelga
- vertu
- eurovision
- morgunbladid
- dvergur
- eddabjo
- eythora
- gretarorvars
- reynzi
- almaogfreyja
- polly
- vestskafttenor
- gnesa
- aloevera
- asgeirpall
- gattin
- bryndisharalds
- brandarar
- icewoman
- fridrikomar
- saltogpipar
- vglilja
- jakobk
- jullibrjans
- omarragnarsson
- einherji
- tara
- vefritid
- thrudur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hjartanlega sammála!
Himmalingur, 25.4.2009 kl. 10:59
Hagsmunasamtök heimilanna - skrá sig núna: http://skraning.heimilin.is/
www.heimilin.is
Þórður Björn Sigurðsson, 25.4.2009 kl. 11:01
Já, báðum og raunar öllum aðilum málsins, því að fyrir utan þessa tvo hlekki í keðjunni sem ekki má bresta eru aðir hlekkir, sem heldur mega ekki bresta, það er fjármálafyrirtækin og opinberir sjóðir, lánasjóðir, lífeyrissjóðir og sveitarsjóðir og ríkissjóður.
Ómar Ragnarsson, 25.4.2009 kl. 15:09
Þetta er rétt, S og VG virðast ætla láta heimilin borga brúsann. Binda á fjölskyldufólk sem tók venjuleg húsnæðislán í skuldaklafa út lífið. Hinir sem geta ekki borgað verða gerðir gjaldþrota. Þeir fá kannski af góðmennsku bankanna eða ÍLS að leigja húsnæðið sitt til baka þar til þeim verður sparkað út á gaddinn. Þetta virðast því miður vera lausnir S og VG fyrir heimilin. Sama gildir um Sjálfsstæðisflokkinn - þeirra hugmynd er að fólk borgi minna næstu 3 ár en svo meira en nú er - væntanlega næstu 40 árin. Af hverju eiga heimilin að taka á sig glæpaverk bankanna? Af hverju er ekki búið að frysta eigur auðmanna og fyrrum bankaeigenda? Það er hægt að kalla út mörg hundruð manns og samhæfa þegar um er að ræða smygl á fíkniefnum. Grunaðir eru samstundis handteknir og settir bak við lás og slá.
Hinir sem settu þjóðina á hausinn með einbeittum brotavilja fá að ganga lausir og koma því sem eftir er af ránsfengnum endanlega undan. Þeir hafa hinsvegar valdið 1000-falt meiri skaða en 100kg af fíkniefnum gera. Ömurleg forgangröðun og aumingjaháttur stjórnvalda. Svei sé þessum máttlausu og gagnslausu stjórnmálamönnum núverandi flokka sem bera hag auðmanna fyrir brjósti - umfram hag almennings.
Þetta er ekkert annað en fasismi og niðurbrot fjölskyldna sem þessir ömurlegu flokkar bjóða. Vonandi verður gerð uppreisn á Íslandi.
Babbitt 25.4.2009 kl. 17:58
Fyrirtæki þurfa hæfa starfsmenn, en ef ég á hvergi heima þá fæ ég hvergi vinnu og er auk þess illa í stakk búinn til að stunda vinnu þegar hún býðst. Þeir sem eiga og reka fyrirtæki þurfa líka að eiga einhversstaðar heima, og missi þeir húsnæðið eru allar líkur á að þeir missi fyrirtæki sín líka. Þegar einhver missir heimilið sitt þá eru um leið fjölmörg fyrirtæki sem missa við það viðskipti (sími, byggingavörur, búsáhöld o.m.fl. eru allt vörur sem heimili kaupa). Þannig að ef allir lenda á götunni þá hrynja um leið viðskiptin hjá þessum fyrirtækjum. Loks nýtur heimilið friðhelgi að lögum, en fyrirtækin ekki. Svarið við spurningunni er því mjög einfalt í mínum huga: bjarga heimilunum fyrst, því annars verður fyrirtækjunum ekki bjargað heldur.
Guðmundur Ásgeirsson, 26.4.2009 kl. 23:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.