Bíddu bíddu, engin fangelsisvist?

Hvað þarf til þess að menn sitji inni fyrir ítrekuð aksturs-vímu-brot?

Þarna ætti að stinga honum inn í 6 mán.

SB

Picture 062


mbl.is Tekinn átta sinnum á rúmum þremur mánuðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Jóhanna Barðadóttir

Ég er sammála að þessi manneskja á að vera á bak við lás og slá.

Skil ekki alveg athugasemdina hans Péturs hérna fyrir ofan .

Ragnhildur Jóhanna Barðadóttir, 18.11.2008 kl. 12:24

2 identicon

Held að fangelsi Íslands eru nógu full fyrir að við þurfum ekki að gera málið en verra með að dæma svona mál sem fangelsis dóm...

Eigum við ekki að fara að henda krökkum sem drekka undir lögaldri og fólki sem stelur í búðum líka í fangelsi?

Gerti 18.11.2008 kl. 12:26

3 Smámynd: Nidur

Ítrekaðar tilraunir til að keyra bíl undir áhrifum, svona menn á að fangelsa í einhvern tíma. Ekki bara láta þá borga eitthvað, efast um að hann borgi þetta nokkurntíman.

Nidur, 18.11.2008 kl. 12:31

4 identicon

Það ætti allavega að skikka hann til þess að vera fyrir Vestan í nokra mánuði!

Himmi Gunn 18.11.2008 kl. 12:34

5 Smámynd: Ragnhildur Jóhanna Barðadóttir

Ertu að segja að það séu ekki lagaheimildir fyrir því að stinga manninum inn? Ef svo er þá minnkar álit mitt enn á þessu dóms og lagakerfi hér á landi.

Í þessu tilfelli lít ég á að maðurinn sé hættulegur öðrum. Í þeim tilfellum finnst mér að lagaheimildir ættu að vera til fyrir fangelsisvist. Ef þær eru ekki fyrir hendi þá segi ég pass hér.

Ragnhildur Jóhanna Barðadóttir, 18.11.2008 kl. 13:10

6 identicon

Hvaða vitleysa er þetta? Auðvitað eru lagaheimildir fyrir því að fangelsa fólk sem ekur undir áhrifum. Þeim er sjálfkrafa beitt á þá sem aka undir áhrifum áfengis, en ekki á þá sem aka undir áhrifum fíkniefna, þar liggur eini munurinn.

Og ég er sammála, þetta er óþolandi linkind, og þar að auki enn eitt dæmið um hversu langt á eftir sínum samtíma dómstólar eru í fíkniefna- og tæknimálum (svo dæmi séu nefnd). Vitanlega eru dómstólar í eðli sínu íhaldssamir, en stundum um of. Þykir mér.

Netverji 18.11.2008 kl. 13:16

7 identicon

Ég vil benda þér á að það er ekkert endilega víst að hann hafi keyrt undir áhrifum. Fíkniefnaprófið virkar þannig að það segir hvort aðilinn hafi neytt fíkniefna allt að mánuð aftur í tímann, þau geta ekki sagt hvort hann hafi keyrt undir áhrifum eða ekki.

Þegar þú ert góðkunningi lögreglunar þá ertu líklega settur á lista og stöðvaður í hvert skipti sem hún tekur eftir þér í umferðinni. Hún lætur þetta fólk örugglega taka prófin þó ekkert hafi sést á ökulaginu.

Svo vil ég benda á að maður fer ekki í vímu af amfetamíni og það seinkar ekki viðbragðsflýti og því er ökumaður á því ekkert hættulegri en aðrir í umferðinni.

Geiri 18.11.2008 kl. 14:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband