Margur telur mig sig

Eftirfarandi frétt er tekin úr "hálffimm fréttum" Kaupþings, miðvikudaginn 2.4.2008.

Vefslóð: http://www.kaupthing.is/?PageId=874&NewsID=12743

Í hlutverki hvíta riddarans

2_020408bHeildareignir opinberra fjárfestingasjóða (e. sovereign wealth funds), sem hafa gert sig mjög gildandi á fjármálamörkuðum eftir að undirmálslánakrísan fór af stað, námu 3.000 milljörðum Bandaríkjadala í árslok og jukust þær um 18% á síðasta ári vegna hækkunar á hrávöruverði og sístækkandi gjaldeyrisforða nokkurra Asíuríkja. IFSL, breskur hugmyndabanki, spáir að eignir umræddra sjóða verði komnar í tíu þúsund milljarða dollara árið 2015 að því gefnu að hrávöruverð haldist hátt og blómlegur hagvöxtur styrki gjaldeyrisforða landanna. Stærstu sjóðirnir eru í eigu olíuríkja, á borð við Noreg, Persaflóaríki og Asíuríki, sem hafa byggt upp stóran gjaldeyrisforða sökum mikils vöruskiptaafgangs. Hægt er að bæta við öðrum 6.100 milljörðum Bandaríkjadala sem eru í eigu lífeyrisvarasjóða, þróunarsjóða og ríkisfyrirtækja í Svíþjóð, Japan og Bandaríkin og svo framvegis.
Bjargvættur vestrænna banka
Vestræn fjármálafyrirtæki hafa mörg hver lent í miklum hremmingum á undanförnum mánuðum og orðið að styrkja fjárhag sinn með nýju eigin fé. Þau hafa leitað í miklum mæli á náðir opinberra fjárfestingasjóða sem hafa verið fúsir að leggja fram nýtt fjármagn. Áhrif sjóðanna verða eflaust enn meiri þegar tímar líða. Guy Hands, forstjóri Terra Firma, hefur gengið svo langt í þessum efnum að segja að ADIA í Abu Dhabi, stærsti opinberri fjárfestingasjóður heimsins, muni taka við af bönkunum á Wall Street sem helsti lánveitandi heimsins. ADIA var settur á fót árið 1976 til þess að ávaxta þann afgang sem varð af olíuviðskiptum í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Nema nú heildareignir hans 67,3 milljörðum Bandaríkjadala."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband