Skammist ykkar!

Alltaf þegar við Íslendingar eigum möguleika á að senda frumlegt og ögrandi framlag í Evróvisjón þá klúðrum við því. Það verður hreinlega að setja einhver bönd á þessa SMS kostningu með einhverjum hætti. Það var greinilegt í gærkvöldi hvaða leið dómnefnd fagaðila hefði farið. Það er mín skoðun að ef svona dómnefnd hefði eitthvað mótvægi við SMS kosningu þá gæti það bjargað okkur frá því að aldurshópurinn 12-17 ára sendi vandræðalegt evró-rusl ár hvert í þessa frábæru keppni.

Kveðja,

Himmi Gunn

(höfundur er tónlistarmaður)


mbl.is Eurobandið fer til Serbíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nákvæmlega ..................djö.. skandall

Animal 24.2.2008 kl. 12:18

2 identicon

Finnst þér s.s. Mersedes þetta frumlega og ögrandi framlag? Fannst þér Silvía svona góð á sínum tíma?

Margrét Össurardóttir 24.2.2008 kl. 12:32

3 identicon

Ég er svo sammála þér nema með það að þetta sé frábær keppni. Þessi keppni er yfirleitt samansafn af algjöri rusltónlist, sem kemst í mánuð í útvarp og er síðan gleymd og grafin......, ég man ekki eftir að hafa séð virkilega gott lag í eurovision.?.?.

Andrés 24.2.2008 kl. 12:36

4 identicon

nei Magga sennilega fannst honum Dr Spock "frumlegt og flott" Það hafa alltaf verið margar tegundir af lögum sem er bara gott fyrir tónlistarflóruna í heild sinni. Ég er handviss um að Friðrik og Regína fari langt!!!!

Sif 24.2.2008 kl. 12:52

5 identicon

Nöturleg sjálfsgagnrýni Friðriks er lofsverð, þegar hann lýsti eigin framlagi "sem að hæst Ómar í tómri tunnu". Fagmannlegur flutningur á steindauðu efni - með þann nöturlega titil (þegar maður skoðar innihaldið): This is my life! - Tómt og steingelt! Lögin í 2. og 3. sæti höfðu þó lífsneista.

siggi 24.2.2008 kl. 13:33

6 identicon

Nákvæmlega!! Þetta er svo leeeiiðinlegt lag sem á gjörsamlega eftir að falla inn í öll hin lögin í þessari keppni. Dr.Spock voru klárlega laangflottastir

Ólöf Ragnars 24.2.2008 kl. 19:16

7 identicon

hvaða hvaða krakkar mínir mér fannst Friðrik´Ómar og Regína laaaaaang flottust og með besta lagið sem ætti einhvern möguleika á að komast eitthvað áfram í keppninni.  Silvía fór fram úr öllum velsæmismörkum í fyrra með ferlegan dónaskap og stæla sem líðast ekki í öðrum löndum.  Þá skammaðist ég mín til dæmis fyrir að vera íslendingur.  Gúmmihanskarnir var bara fyndið ekki gott lag í svona keppni og hey hey hóra hóra var langt frá því að teljast gott lag.  Svo er annað ef ykkur finnst Eurovision svona svakalega leiðinleg keppni why bother watching it?????

Annars voru svo sem finnarnir í fyrra sigurvegarar með gott show og skrautlegir mjög. Æ maður veit ekkert hvað virkar í þessari keppni eða ekki.  'ottaleg skítalykt af kosningunni úti alltaf hreint og Austur Evrópa stendur fast með sínum grönnum sama hvaða lag hver þjóð sendir.

Óskin 25.2.2008 kl. 08:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband