16.2.2008 | 23:07
Postulínsdúkkur Arse!
Þá er það orðið ljóst, nýjasta afsökun hr. Arse Wenger er að mikils metnir leikmenn eru of góðir til að spila á velli þar sem myndast hafa svo mikið sem 2-3 þúfur. Það er kominn kandídat til að styðja heimskulegustu tillögu sem komið hefur fram í áratugi frá alþjóða knattspyrnusambandinu (já hún er heimskulegri en sú að halda HM í afríku!). Arse Wenger mun pottþétt vilja að knattrpyrna verði leikin á gervigrasi í framtíðinni eins og félagi hans hjá FIFA Sepp Blatter.
Kveðja, GG.
Arsene Wenger: Vallarstjórinn átti slæman dag eins og við | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Well... hann allavega hefur milljón gildar afsakanir fyrir slöku gengi liðs síns í kvöld, þessi er samt ekki ein af þeim...
Það er eitthvað annað en Benítes hefur... mikið ógeðslega er erfitt að halda með liverpool *dæs*
Signý, 16.2.2008 kl. 23:11
Djöfull er ég sammála þér, ekkert nema kjöt á beinið fyrir þá sem vilja spila á gervigrasi.
Wenger virðirst ekki sérlega vel gefinn, s.b. að völlurinn var ástæða tapsins
Raggi, 16.2.2008 kl. 23:27
Merkilegt hvað ykkur tekst að setja orð í munn Wengers því hann sagði aldrei að tapið væri vegna vallarins. Heldur benti hann á að inn á vellinum væru rándýrir og mikils metnir leikmenn í báðum liðum á hættulegum velli. Lesa gott fólk, lesa.
Ingvar 17.2.2008 kl. 02:30
Hvaða vitleysa er þetta. Eins og Ingvar bendir á þá notar Wenger þetta ekki sem afsökun því hann segir sjálfur í fréttinni að liðið hans hafi átt slæman dag. Ástæða þess að hann nefnir völlinn er að hann telur of miklar líkur á að leikmenn meiðist ef völlurinn er ójafn og þegar lið hafa marga meidda leikmenn þá mega þeir ekki við því að missa fleiri út. Wenger hefur oft verið sekur um að afsaka lið sitt, rétt eins og Ferguson, en þetta er ekki eitt af þeim skiptum.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 17.2.2008 kl. 03:48
Nákvæmlega. Held að það sem Le Boss hafi verið að meina er að það sé ekki gott fyrir lið eins og Man Utd. sem keyptu leikmenn síðasta sumar fyrir tæpa 10 milljarða að eiga ekki grasvöll sem er í hæsta standard. Lið sem eiga leikmenn í hæsta gæðaflokki eiga að geta boðið keppnis og æfingaaðstoðu í sama gæðaflokki.
Á Spáni er t.d. hefð fyrir því að stóru liðin eins og Real og Barcelona hvíli sína bestu menn þegar þau fara og spila á völlum sem eru ekki nógu góðir. Ætlaði t.d. einu sinni að sjá Barcelona og Real Betis spila í Sevilla. Sjá Christo Stoichcov. Hann var á bekknum. Bobby Robson þótti völlurinn of harður, vildi ekki taka séns á að hann myndi meiða sig.
sem betur fer eru slæmu völlunum á Englandi að fækka, og þess vegna er furðulegt að Man Utd geti ekki boðið upp á mjúkan, rennisléttann og jafnan grasvöll. Þetta er einu sinni eitt það ríkasta félagslið heims og ætti að hafa efni á svona
joi 17.2.2008 kl. 11:42
Breytir því ekki Man Utd spilaði á sama grasvelli og vann leikinn. hehehe Glory Glory MAN UTD
Siggi 18.2.2008 kl. 11:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.