11.11.2007 | 13:38
Riddarinn styður kónginn!
Hvernig getur þessi lýðræðiskjörni einvaldur kallað fyrrum forsætisráðherra Spánar, Jose Maria Asna, fasista? Hefur hann efni á því að uppnefna menn bara fyrir það eitt að styðja m.a. árásahernað, valdarán og pyntingar vestrænna þjóða í nafni ímyndaðs stríðs gegn hryðjuverkum.
Hvað hefur þessi Chavez gert, annað en að uppræta spillta stjórnarhætti tækifærissinna sem stjórnað hafa einu ríkasta olíulandi í heimi þannig að ríkustu 5% eiga orðið 95% af auðæfunum, allt í skjóli Bandaríkjastjórnar sem aftur er stjórnað af auðhringum sem hafa mikilli hagsmuna að gæta í þessum heimshluta? Þetta hlýtur að vera glæpsamlegt athæfi og í raun aðför að sjálfum kapítalismanum og þá lýðræðisþróun í heiminum.
Riddarinn styður kónginn, Asna og í raun alla asna í þessum heimi.
Spánarkonungur sagði Chaves að þegja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.