31.10.2007 | 18:13
Frí í skólum er nú meira bullið
Jæja en eitt fríið hjá kennurum greiin búin að vinna í nokkrar vikur án þess að fá frí nema um helgar og það þarf að sjálfsögðu að gerast á mánaðarmótum þegar mest er að gera hjá fyrirtækjum landsins.
Það er ekki nóg með að þessir kennarar vinni ekkert á sumrin þá þurfa þeir að fá vertrarfrí,starfsdaga,jólafrí,páskafrí og maður veit ekki hvað!
Er þetta svona erfitt starf að þau geti ekki unnið eins og venjulegt fólk.
Ég dáist af þessu fólki sem nennir að umgangast brjálaða krakka alla daga og fá síðan ekki neitt spes laun fyrir það, nema ef þau séu bara í svartri aukavinnu á öllum þessum frídögum!
Svo er talað um að vinnuveitendur þurfi að sýna skilning og stuðning, það er ekki eins og maður vilji ekki verja tíma með börnunum,hvernig væri það ef að allir vinnustaðir lokuðu bara með skólunum? Þá mundi nú eitthvað heyrast í landanum hvernig ætti það að vera með matvörubúðirnar og alla sem selja mat, veitingastaði á að loka þeim í 5 daga svo allir sem vinni þar geti veitt börnunum samverustundir? Á að loka öllum bönkum í 5 daga hvað gerist þá um mánaðarmótin eins og núna?
Ef allt væri lokað þá væri nú ekki mikið var í að vera heima með mömmu og pabba í 5 daga og gera ekki neitt jújú það væri ágætt fyrstu 2 daganna en þá væri mjólkin og brauðið búið, kjötið væri ekki gott og jú við ættum ekki pening vegna þess að bankarnir væru lokaðir og við fengjum ekki útborgað!
Kv.Pirraður foreldri
Vetrarfrí að hefjast hjá þúsundum barna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já, þessir kennarar eru nú meiru aumingjarnir. Vinna ekkert, vita ekkert og það er auðvitað þeim að kenna hve mikið agaleysi er í þjóðfélaginu í dag.
Við hvað vinnið þið annars, Óskin og Hvíti riddarinn?
Bjarki Jóhannesson 31.10.2007 kl. 18:27
Ekki voru það kennarar sem fóru fram á þessi vetrarfrí heldur krafa frá foreldrum. Ég er kennari í Kópavogi og á barn í skóla í Reykjavík. Nú er vetrarfrí í Reykjavík en ekki í Kópavogi. Þar sem ég var í sumarfríi í allt sumar á ég enga frídaga eftir og því miður get ég ekki notað páskafríið í þetta. Veit ekki hvort að foreldrar í Kópavogi hafi skilning á því að ég get ekki mætt í vinnu á morgun og hinn vegna þess að foreldrar í Reykjavík eru í fríi.
Þeir verða kannski pirraðir??
Sigurður Haukur Gíslason, 31.10.2007 kl. 20:49
Sönn saga sem gerðist í síðustu viku:
Unglingssonur nýútskrifaðs kennara sagði við hann um daginn þegar hann sagðst þurfa að vinna enn eitt kvöldið við að undirbúa verkefni og fara yfir önnur:
"Hvers vegna fá kennarar svona fáránlega lág laun ? Þið vinnið mikið meira en nokkrir aðri !"
Þarna talaði barnið af reynslu þar sem foreldrið sem hafði áður unnið við "mikilvægari" störf, halað inn peningum en alltaf getað hætt kl 17:00. Í vetur hafði hann hinsvegar þurft að vinna flest kvöld og flestar helgar.
Andlega álagið yfir að þurfa að annast fársjúk börn, frek og illa upp alin börn ásamt börnum sem eiga það svo bágt heima fyrir að þau vilja helst eyða deginum í fangi kennarans, hefur svo tekið sinn toll, þannig að nýútskrifaði kennarinn grætur sig í svefn á hverju kvöldi.
Götótt stundataflan dugar alls ekki til að dekka allt það sem kennarar þarf að gera í vinnunni sinni, því sá tími fer oft á tíðum í að vinna úr agavandamálum, auk þess sem allt of stór hluti kennslustundanna fer líka í slíkt.
Eftir hefðbunda kennslu sitja kennarar fundi og námskeið til að vera betur í stakk búnir að geta hugsað um börnin ykkar !
Starfsdagar fara oft í slíka fundi og námskeið en flestir kennarar eru dauðfegnir þegar þeir bara fá einn dag til að "vinna vinnuna sína" eins og þeir segja það. Það bíður nefnilega alltaf bunki af verkefnum sem kennnarinn þarf að sinna og það væri fífl sá kennari sem ekki myndi undirbúa hverja einustu kennslustund mjög vel.
Um mánaðarmótin fær nýútskrifaði kennarinn hinsvegar tæpar 200 þús fyrir skatt og dugar það að sjálfsögðu ekki fyrir mánaðarlegum útgjöldum hvað þá fyrir sálfræðikostnaði.
Ekki veit ég hvaða jólasveinn fann upp á vetrarfríinu - það voru hinsvegar ekki kennararnir og nýútskrifaði kennarinn og margir aðrir kennarar eru sko sannarlega ekki í fríi í dag, heldur grípa þetta tækifæri dauðfegnir til að vinna aðeins á verkefnabunkanum og velta aðeins fyrir sér leiðum til að ná til krakka sem blóta kennurum daglega því þeir hafa heyrt það heiman frá sér að kennarar séu bara aumingja-pakk !
Aðgát skal höfð í nærveru sálar sagði Einar Ben um árið. Ég held að fullorðið fólk ætti að huga að þessu áður en það traðkar á kennurum opinberlega eða heima við. Því virðingarleysi barna fyrir kennurunum er orðið svo svakalegt að starfið er sífellt að verða erfiðara og erfiðara. Stór flótti er kominn í kennara og fjöldi nýútskrifaðra er búinn að segja upp nú þegar, segja að það er bara ekki þess virði að láta 12 ára hrokagikki gera lítið úr þeim alla daga fyrir þriðjung af þeim launum sem þeim er boðið á öðrum stöðum.
Ef foreldrar vilja að almennilegar kennarar haldist í starfi og það verði ekki þörf á að ráða bara næsta vitleysing sem sést út á götu þá verða skilaboðin í samfélaginu og frá foreldrum til barnanna að vera skýr og sönn- að kennarastarfið sé virðingarvert starf og þeir leggja mikið á sig til að hjálpa ANNARRA MANNA börnum !
Ég held svo að Hvíti riddarinn ætti að prófa að kenna í einn mánuð eða svo og athuga hvort hann verði enn á því eftir það að kennari geti haft nokkra orku til að vinna svarta vinnu á þessum svokölluðu "frídögum".
Geimveran, 1.11.2007 kl. 12:00
Flottt innlegg hjá þér "Geimvera" Það er alveg ótrúlegt hvað foreldrar bera litla virðingu fyrir starfi kennara, þú ættir að skammast þín fyrir þessa bloggfærslu Hvíti riddari og hugsa aðeins lengra.. hvað gerist ef það endar með því að kennarar fást alls ekki til starfa í skólum eins og það virðist allt stefna í? Hvað ætlar þú þá að gera við börnin þín?? Ótrúleg að það skuli enn vera fólk þarna úti sem lætur svona út úr sér eins og þú ert að gera hérna á þessu bloggi þínu!! Ég hef aldrei tjáð mig á bloggi né í kommentakerfi en ég gat ekki staðið á mér núna! Hugsaðu áður en þú skrifar og segir svona heimskulega hluti.
Nýútskrifaður kennari! 4.11.2007 kl. 14:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.