29.10.2007 | 10:56
Liverpool sterkari á öllum sviðum fótboltans
Þessi ummæli AW eru óskiljanleg í ljósi þess að leikmenn Liverpool voru sterkari á öllum sviðum fótboltans í gærdag. Lykilmenn í liði Arsenal brugðust í þessum leik og var spil þeirra þ.a.l. hreinlega í molum á löngum köflum. Það er í raun sorglegt að Liverpool hafi ekki náð að gera út um leikinn í stöðunni 1-0 enda yfirburðirnir ótrúlegir.
Ég leyfi mér að setja spurningamerki við jöfnunarmark Arsenal, þó að sóknin hafi verið vel útfærð þá var mikill rangstöðufnykur af öllusaman.
Ég spái því að Arsenal sé á leið inn í öldudal sem þeir verða lengi að koma sér uppúr.
SE
Wenger stefnir á titilinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þú ert að grínast er það ekki? Liverpool spiluð kýlingarfótbolta á meðan Arsenal spiluðu eins og menn. Hvernig geturðu sagt að það hafi verið rangstöðulykt af markinu?
Jón Gunnar Ásbjörnsson 29.10.2007 kl. 11:22
Ef lykilmenn Arsenal klikkuðu þá vantaði alla lykilmenn liverpool. Að NÁ jafntefli á heimavelli er ekki gott fyrir lið sem langar til að verða stórlið.
Arsenal 29.10.2007 kl. 11:52
Hvaða leik varst þú að horfa á ???? Allir sammála því og örugglega leikmenn Liverpool að Arsenal voru mun betri í þessum leik.... ! Spiluðu fótbolta meðan Poolarar voru að dúndra boltanum fram á við! Liverpool menn voru bara heppnir að ná stigi í gær en þetta var frábær leikur samt sem áður :)
Elmar Björgvin 29.10.2007 kl. 11:54
Þú hlýtur að vera grínast, bara til að ná athygli á þessu bloggi þínu?
Liverpool menn voru að spila lélegan fótbolta í gær og gátu varla haldið boltanum á milli liðsmanna.
Jafntefli á heimavelli er ekki góð úrslit og Arsenal menn voru að spila mun betri fótbolta.
Þú ert skrítinn.
árni grétar 29.10.2007 kl. 12:00
Liverpool menn voru örmagna meðan liðsmenn Arsenal blésu varla úr nös, eins gott fyrir Liverpool að vera ekki að spila á miðvikudaginn.
Steini 29.10.2007 kl. 12:02
hahahaha, svona menn eins og þú eigið ekki að vera að skrifa á opinberum vettvangi. Það kemur ekkert annað en bull út úr þér. Veistu um hvað fótbolti er yfir höfuð?? Þarft greinilega að horfa á leikinn aftur.
Hannes Sig 29.10.2007 kl. 12:07
Sammála Arsenal er bóla sem er við það að springa!
Geiri 29.10.2007 kl. 12:44
Af þessum skrifum ertu að dæma annað hvort Arsenal maður að grínast eða hreinlega fótboltalega eftir á.
Ég sem Grjótharður Arsenal maður ætla ekki að segja að jafntefli hafi verið eitthvað alltof ósanngjarnt en ef eitthvað var þá átti Arsenal frekar skilið sigur en Liverpool. Spil Liverpool manna gekk upp einstöku sinnum og þá í virkilega stuttann tíma, og það var ekki Liverpool mönnum að þakka að þeir löbbuðu út af vellinum með 1 stig.
Eftir þennan leik er ég nokkuð sannfærður um að Nallarar þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að Poolarar haldi eitthvað í við þá mikið lengur, lítil sem engin gæði á þeirra knattspyrnu og taktík-lega séð þá er Rafa Ben. í allt öðrum og vitlausum heimi.
Annars held ég að þú hafir skrifað þennan pistil til að auka við heimsóknafjölda þinn og fá eitthvað feedback...
Helgi 29.10.2007 kl. 12:46
Þú hefur væntantanlega ekki verið að horfa á réttan leik eða þjáist af þekktum sjúkdómi sem leggst oft á Liverpool menn og þeim hættir til að hætta að sjá og jafnvel sjá ofsjónir allt í hag lpool
Ég er hvorki Arsenal maður og hvað þá Liverpool og fannst mér Arsenal mun betri í þessum leik. Liverpool menn heppnir að halda jafntefli á heimavelli með leiðinda bolta og góðri baráttu.
Árni 29.10.2007 kl. 15:01
þetta er fáránlegt blogg hjá þér vinur, er hvorki Arsenal eða Liverpool maður, En Arsenal voru að spila sóknarbolta eins og hann gerist bestur og Liverpool menn spiluðu háloftabolta og mjög mikið var um sendingarfeila á meðan Arsenal menn héldu boltanum einstaklega vel sín á milli, og ERTU AÐ GRÍNAST með rangstöðufnyk af markinu...?
Mikael Þorsteinsson, 29.10.2007 kl. 15:55
Geri ráð fyrir því að þessi pistill sé skrifaður í fullri kaldhæðni. Ef ekki ber hann vott um óhóflegan greindarskort greinarhöfundar.
Aron 29.10.2007 kl. 15:59
ertu með greindarvísitöluna 2 eða?
Elli 29.10.2007 kl. 16:17
Vá, annað hvort ertu með greindarvísitölu á við dauðann hund, eða þú hefur verið blindfullur eða útúr dópaður að horfa á þennan leik, eða hreinlega ekki horft á hann yfir höfuð.
Dúddi 29.10.2007 kl. 16:43
Jésús hvað þú ert brenglaður í hausnum drengur. Ekta Liverpool maður, svona týpan sem hraunar yfir allt og alla á gras.is. Skil ekki þetta hjá þér þar sem ég horfði allavega á leikinn, held að þú hafir hreinlega ekki verið að horfa á sama leikinn og ég. Ómálefnaleg umræða hjá þér og hreinlega út í hött. Greinilegt að þú getur ekki haldið haus ef eithvað bjátar á hjá þínu liði. Ég get þó allavega viðurkennt þegar mitt lið er slakari aðilinn í leiknum. Skrýtið að þú sjáir það ekki þar sem hetjan þín (mjög góður leikmaður reyndar) Gerrard segir að Pollarar hafi verið heppnir með 1stig.
Dísus fokking kræst 29.10.2007 kl. 16:54
Þú hlýtur að vera að grínast með þetta?
Kristján Eldjárn Þorgeirsson, 29.10.2007 kl. 23:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.