28.10.2007 | 18:31
Kúreka-Gúllassúpa
Er ekki tilvalið að ég skelli inn einni góðri uppskrift hér inn svo menn verði hressir á æfinguni á morgun!
Mér finnst gúllassúpa alveg rosalega góð. Langaði til að deila með ykkur uppskriftinni sem mér finnst best.
500g. nautagúllas
500-600g. kartöflur
2 stórir laukar
matarolía til steikingar
2 msk. paprikuduft
1 dós tómatkraftur (140g.)
1 1/2 ltr. nautakjötssoð
1 box rjómaostur m/ hvítlauk (110g.)
salt
pipar
Skerið nautakjötið í um 1 cm. teninga. Grófsaxið laukana. Brúnið kjötið í matarolíu í potti og bætið lauk og paprikudufti saman við. Hellið tómatkrafti út í ásamt nautakjötssoði. Látið sjóða í 25-30 mín. Afhýðið kartöflurnar á meðan og skerið í 1 cm. teninga. Leysið hvítlauksostinn upp í dálitlu af kjötsoðinu. Setjið út í ásamt kartöfluteningunum og látið sjóða áfram í 15-20 mín. eða þar til kjötið er orðið meyrt. Kryddið með salti og pipar.
Kv.Gúlli
Athugasemdir
ging gang gúlli gúlli gúllí gúlli vask vask ging gang gú ging gang gúlli gúlli gúllí gúlli vask vask ging gang gú heila og heila seila og heila seila ...
Tek ofan fyrir Gúlla
Grímur Björnsson 28.10.2007 kl. 19:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.